17.10.2007 21:12

Miðvikudagur, 17. 10. 09.

Ég svaraði tveimur spurningum Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á alþingi í dag; um fangelsi og samstarf landhelgisgæslu við Dani og Norðmenn.

Ég er undrandi á því, hve frétt hljóðvarps ríkisins af svari mínu um fangelsin var neikvæð en þar var lögð höfuðáhersla á þá röngu staðhæfingu stjórnarandstöðunnar að húsnæðismál fangelsa væri í „algjörum ólestri“. Þótt margt megi betur fara eru þetta innantóm slagorð um fangelsin. Þar hefur margt verið vel gert eins og á Kvíabryggju og Akureyri og skýr stefna hefur verið mótuð um endurbætur á Litla Hrauni og nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu.

Ég sagðist hvorki vera málsvari hegningarhússins við Skólavörðustíg né Kópavogsfangelsis og ég vildi nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, þótt smíði þess yrði ekki lokið 2009. Í meira en 40 ár hefðu menn rætt árangurslaust um nýtt fangelsi, ég væri stoltur af framgangi mála í minni ráðherratíð.

Fréttin í hljóðvarpi ríkisins gaf alls ekki rétta mynd af þeim umræðum, sem urðu vegna spurningar Sivjar. Hún var lituð með alltof dökkum blæ.

Stöð 2 dró athygli að háum launum Páls Magnússonar, útvarpsstjóra RÚV, og bar spurningu um þau undir fólk á förnum vegi og töldu allir ofgert við Pál. Fyrir nokkru „leyfði“ ég mér að vekja máls á þróun starfsmannamála eftir að ohf. var bætt aftan við RÚV.  Svaraði Páll á þann veg, að ég saknaði þess að geta ekki ráðið fólk til starfa hjá RÚV