9.10.2007 20:58

Þriðjudagur, 09. 10. 07.

Árás Guðna Ágústssonar á Sjálfstæðisflokkinn vegna OR/REI málsins í sjónvarpsfréttum í kvöld var meira en lítið skrýtin, því að allt er þetta sérkennilega mál unnið með eina framsóknarmanninum í borgarstjórn, sem talar fjálglega um stuðning við sig í borgarstjórnarflokki sínum(!). Skyldi Guðni sjá sér þann leik á borði til að losna við Björn Inga Hrafnsson að splundra meirihlutasamstarfinu við sjálfstæðismenn í borgarstjórn?

Ljós í þágu friðar boðaði Yoko Ono með sólgleraugu á nefi í myrkri í Viðey, þegar kveikt var á friðarsúlu til minningar um John Lennon. Orkugjafi friðarsúlunnar er OR, þar sem allt logar í ófriði.