2.10.2007 22:30

Þriðjudagur, 02. 10. 07.

Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á alþingi í kvöld og síðan voru hefðbundnar umræður, þar sem menn tíunduðu þau atriði, sem hverjum og einum þótti mestu skipta.

Gagnrýni stjórnarandstöðu var máttlítil, enda ekki auðvelt að finna snöggan blett á stöðu og stefnu ríkisstjórnarinnar.