Föstudagur, 28. 09. 07.
Ríkisstjórnin er tekin til við að hittast að nýju að morgni föstudaga, eins og jafnan þegar þing kemur saman, en það verður á mánudag.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í hádeginu.
Síðdegis var tekið sjónvarpsviðtal við mig um stjórn- og öryggismál Rússlands.
Greinilegt er, að lífsleiknikennari í Menntaskólanum í Kópavogi hefur bent nemendum sínum á að senda mér tölvuspurningar um refsingar og þyngd þeirra. Þetta sannar mér enn, hve nauðsynlegt er, að kenna nemendum, að dómarar ákveða þyngd refsinga en ekki dómsmálaráðherra. Alþingi ákveður refsirammann með lögum en dómarar, hve mikið af honum er nýtt hverju sinni.