18.9.2007 20:43

Þriðjudagur, 18. 09. 07.

Fór klukkan 08.30 á fund í sendiráði Sviss í Brussel og hitti dómsmálaráðherra Sviss og aðstoðar-dómsmálaráðherra Noregs á fundi um Schengen-málefni.

Klukkan 10.00 hófst Schengen-ráðherrafundur og lauk honum klukkan 15.00 með hádegisverði.

Klukkan 18.45 flaug ég frá Brussel til Prag og lenti þar 20.15 og tók Þórir Gunnarsson, aðalræðismaður Íslands, á móti mér en við munum hitta tékkneska ráðherra næstu daga.