5.9.2007 20:20

Miðvikudagur, 05. 09. 07.

Qigong hópurinn hittist til fyrstu æfingar vetrarins í morgun og leiddi Gunnar Eyjólfsson tímann af sama krafti og áður.

Fyrr á þessu ári var gefin út bókin Qigong Fever eftir David Palmer, fræðileg úttekt á stöðu qigong síðan 1949, þegar kommúnistat höfðu lagt undir sig Kína og fram á þennan dag. Þar kemur skýrt fram, að qigong er beinlínis hafnað af þeim, sem stunda Falungong, enda um tvo algjörlega óskylda hluti að ræða. Í bókinni er brugðið upp allt annars konar mynd af þjóðfélagsþróun í Kína en lesa má í bókum stjórnmál eða efnahagsmál.

Þingvallanefnd kom saman til fundar í hádeginu og ræddi mörg mál.