2.9.2007 19:13

Sunnudagur, 02. 09. 07.

Berlingske Tidende sagði frá því á dögunum, að engin áform væru í Danmörku um að setja Fröken klukku á eftirlaun, þótt færri hringdu í hana en áður og reksturinn stæði ekki undir sér. Í Noregi hefði þessari símaþjónustu verið hætt og hið sama væri á döfinni í Bandaríkjunum. Teledanmark getur ekki upplýst, hve margir hringja í Förken kukku á sólarhing, en á hápuntki hennar hefðu hringingarnar numið um 20.000 á sólarhring - þá var númerið 0055 en er nú 70 10 11 55. Hér er Fröken klukku að finna í síma 155.

Nokkrar umræður hafa orðið um þá setningu í dagbókarfærslu minni gær, sem snýst um öryggishlið vildarfarþega á Keflavíkurflugvelli. Yfirvöld flugvallarins taka ákvörðun um þetta hlið og flugfélögin borga, en á ferð minni um flugstöðina var mér sagt, að hliðið væri þarflaust, þar sem vildarfarþegar væru almennt á seinni skipunum í öryggisleit og þess vegna ekki í mannþröng þar. Sumt af því, sem sagt er núna um hliðið, bendir til, að litið sé á það sem stöðutákn fyrir flugstöðina.

Nánar um framkvæmd á EES-kröfum um öryggisleit á farþegum frá Bandaríkjunum: Nú gildir sama regla um þá, sem eru í tranist á vellinum og verða að sæta leitinni, og farþega til Íslands, sem þurfa ekki að sæta leitinni samkvæmt EES-kröfum, en verða að fara í gegnum öryggisleitarhliðin vegna skipulags í flugstöðinni.