21.8.2007 21:49

Þriðjudagur, 21. 08. 07.

Jakarnir voru óvenju stórir og þéttir í lóninu á Breiðamerkursandi. Fjöldi ferðamanna var mikill.

Litum inn á Þórbergssetri í Suðursveit og skoðuðum sýninguna þar okkur til fróðleiks og ánægju. Þorbjörg Arnórsdóttir veitti okkur leiðsögn um hluta sýningarinnar og miðlaði okkur af þekkingu sinni.

Renndum í gegnum jarðgöngin í Almannaskarði, en þau eru mikil samgöngubót á hringveginum.

Vorum á Höfn um hádegisbil. Þingflokkur sjálfstæðismanna kom þar saman til fundar klukkan 15.00.