5.8.2007 22:12

Sunnudagur, 05. 08. 07.

Veðrið lék áfram við okkur í Fljótshlíðinni. Fjöldi fólks lagði leið sína á kristilega Kotmótið. Flugvélar að Múlakoti virtust ekki eins margar og stundum áður. Seinni dag flóamarkaðarins renndu margir í hlað, þótt ekki seldist eins mikið og í gær.

Í Fréttablaðinu hefur verið rætt um læknavakt í tengslum við þyrluþjónustu landhelgisgæslunnar. Mætti draga þá ályktun, að eitthvað kunni að vera bogið við  þjónustustig læknavaktarinnar. Um vaktina gildir samningur og gerir hann ráð fyrir þjónustu án tillits til fjölda þyrla. Mikið og farsælt samstarf hefur verið milli landhelgisgæslunnar og lækna - nauðsyn þess góða samstarfs dregur enginn í efa.