31.7.2007 22:09

Þriðjudagur, 31. 07. 07.

Gallup birtir könnun í dag, sem sýnir 45% fylgi Sjálfstæðisflokksins og hefur það ekki verið meira síðan árið 2000. Samfylking dalar, en ríkisstjórnin nýtur stuðnings 83% landsmanna. Stjórnarandstöðuflokkarnir tapa fylgi.

Að stjórnmálaflokkur njóti jafnmikils fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn eftir 16 ára forystu í ríkisstjórn er ekki aðeins einsdæmi hér á landi heldur einnig í flestum ef ekki öllum lýðræðisríkjum.