27.7.2007 22:44

Föstudagur 27. 07. 07.

Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og þar var ákveðið að leggja áform um göng til Vestmannaeyja á hilluna, eins og það var orðað í fréttum, þegar Kristján Möller samgönguráðherra hafði skýrt frá niðurstöðunni.

Fráleitt er að halda áfram að þrefa um göng til Vestmannaeyja á stjórnmálavettvangi og tímabært  fyrir ríkisstjórnina að taka af skarið. Rök Árna Johnsens fyrir því, að enn skuli  varið hundrað milljónum eða meira af skattfé almennings til frekari rannsókna vegna ganga til Eyja eru veikburða. Raunar kemur á óvart, hve mikla áherslu Árni leggur á vísindarannsóknir á þessu sviði miðað við litla trú hans á slíkum rannsóknum við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir.  Haft er eftir Árna í dag, að löggæsla hér á landi taki einkum mið af hryðjuverkaógn. Árni virðist ekki átta sig á því, að sömu aðferðum er beitt til að glíma við skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverkastarfsemi