24.6.2007 22:00

Sunnudagur, 24. 06. 07.

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra skýrði frá því í fréttum í dag, að svo virtist sem sjóræningjaskip létu ekki sjá sig á Reykjaneshrygg núna eins og áður um svipað leyti. Í fyrra ákváðu íslensk stjórnvöld að snúast gegn þessum veiðum sem um skipulagða, alþjóðlega glæpastarfsemi væri að ræða.  Lögregla sendi frá sér tilkynningar, sem byggðust á upplýsingum frá landhelgisgæslunni.

Flutningaskipið Polestar, sem kom á miðinn til að sækja hinn ólöglega afla, lenti í miklum vandræðum með hann og gat hvorki landað honum í Japan né S-Kóreu fyrir utan að lenda á svo svörtum lista, að nýlega mátti lesa um sambærileg vandræði skipsins, þegar það var með illa fenginn afla frá miðum við Alaska.