18.6.2007 20:56

Mánudagur, 18. 06. 07.

Við Tómas Ingi Olrich sendiherra fórum á flugsýninguna í París og heimsóttum þrjá þyrluframleiðendur: Eurocopter, Agusta Westland og Sikorsky.

Klukkan 18.00 var haldinn vel sóttur kynningarfundur, þar sem kynnt voru áform Norðmanna um kaup á nýjum björgunarþyrlum. Ég flutti þar stutta ræðu og sagði frá því, að við Íslendingar stefndum að samstarfi við Norðmenn um þyrlukaup.

Stórbrotið var að sjá hina risavöxnu Airbus þotu fljúga yfir sýningarsvæðið, hún var ótrúlega hljóðlát, þar sem hún sveif í áreynslulausum hringjum um loftið.