11.6.2007 18:40

Mánudagur, 11. 06. 07.

Héldum áfram um hádegisbil frá London til Lúxemborgar, ætluðum með hraðlestinni frá Paddington-stöð út á Heathrow. Vorum sest í lestina, þegar tilkynnt var, að stöðin væri lokuð vegna „signal failure“ - við þorðum ekki að taka neina áhættu vegna seinkunar á lestum og tókum því leigubíl á völlinn. Bílstjórinn sagði ákaflega sjaldgæft, að þetta gerðist.