27.5.2007 21:36

Sunnudagur, 27. 05. 07.

Fréttaskýring Agnesar Bragadóttur á forsíðu Morgunblaðsins sl. föstudag um stöðuna innan Framsóknarflokksins er ekki fullnægjandi, fyrr en hún skýrir, hvert hefur verið hlutverk Finns Ingólfssonar og Helga S. Guðmundssonar í innsta kjarna flokksins. Agnes gefur til kynna, að þeir hefðu getað ráðið því, að Björn Ingi Hrafnsson yrði næsti formaður Framsóknarflokksins, en þeir hefðu fallið frá því og auk þess ákveðið að hætta virkri þátttöku í Framsóknarflokknum.

Fyrir ári lá í loftinu, að Finnur Ingólfsson yrði næsti formaður Framsóknarflokksins. Þá var eitt af skilyrðunum, að Guðni Ágústsson hætti sem varaformaður. Guðni hætti ekki og er nú formaður.