26.5.2007 20:57

Laugardagur, 26. 05. 07.

Í pistli á vefsíðunni hér í dag ræði ég lítillega um, hvernig stórviðburðum er lýst í fjölmiðlum. Í gær sagði ég frá því, hvernig ráðherrum er raðað til fundarborðs í ríkisráði og ríkisstjórn. Með því vildi ég vekja máls á einum þætti stjórnarskiptanna, sem ekki er ræddur í fjölmiðlum.

Bloggarar kveiktu á punktinum en hinn eini, sem ég sé, að fjallað hefur um hann af einhverju viti er Guðmundur Magnússon. Aðrir eins og Kjartan Valgarðsson í Maputo taka allt annan og einkennilegri pól í hæðina.

Ég hefði raunar átt að láta þess getið í gær, að ráðherrum er raðað til þingsæta í sömu röð og þeir sitja á ríkisstjórnarfundum. Ég mun því sitja í sama sæti og á síðasta kjörtímabili á þinginu, í þriðja sæti til hægri við forseta þingsins.