21.5.2007 21:45

Mánudagur, 21. 05. 07.

Í morgun þurfti að skafa snjó af bílnum, áður en haldið var af stað og í gönguferð síðdegis kom él, en þess á milli skein blessuð sólin.

Fréttir voru sagðar áfram af stjórnarmyndunarviðræðum en síðdegis var gert hlé á þeim og er líklegt, að formennirnir ætli að ræða við þingmenn sína og aðra, áður en lengra er haldið.