4.5.2007 18:11

Föstudagur, 04. 05. 07.

Sótti ríkisstjórmarfund í morgun í fyrsta sinn síðan ég veiktist annan í páskum.

Klukkan 13.00 var ég í samhæfingar- og stjórnstöðinni í Skógarhlíð að kynna fyrsta áfanga af þremur í tetra-væðingu landsins, það er innleiðingu á fullkomnu fjarskipta- og stjórnkerfi, sem veldur byltingu í starfi þeirra, sem gæta öryggis landsmanna.

Klukkan 14.00 kom stjórn félags yfirlögeregluþjóna á minn fund í ráðuneytið og sæmdi formaður hennar, Geir Jón Þórisson, mig gullmerki félagsins til staðfestingar á góðu samstarfi okkar undanfarin ár. Ég met þennan virðingarvott mikils.

65% vilja að Sjálfstæðisflokkurinn sitji í næstu ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup og síðpan í mars hefur þeim fjölgað um tæp 5 %, sem vilja okkur sjálfstæðismenn áfram í stjórn.

Þegar spurt var um samstarf flokka sem mynda ættu ríkisstjórn sögðust flestir vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eða tæp 32%, hefur stuðningurinn aukist um 8 % frá síðustu könnun. Kaffibandalagið svonefnda  eða ríkisstjórn Samfylkingar, vinstri grænna og frjálslyndra nýtur stuðnings 2,6% landsmanna.  

Í allan vetur hafa talsmenn flokkanna þriggja í kaffibandalaginu lagt áherslu á, að bandalagið sé hinn skýri og ótvíræði kostur gegn ríkisstjórninni. Misheppnaðiri barátta i þágu nýrrar ríkisstjórnar hefur líklega aldrei verið háð.

 Til baka