27.4.2007 13:49

Föstudagur, 27. 04. 07.

Útskrifaður - Bjarni Torfason, skurðlæknir, sagði mig útskrifaðan í morgun, eftir að hann skoðaði mynd af lungunum mínum. Aðgerð hans heppnaðist með öðrum orðum eins vel og vænta mátti og nú er það mitt verkefni að ná þrekinu aftur stig af stigi og án þess að ætla mér um of.

Eftir að hafa verið á sjúkrahúsinu og rætt við Bjarna, fór ég í ráðuneytið og efndi til fundar með fáðuneytisstjóra og skrifstofustjórum eins og ég er vanur að gera á föstudögum. Ég verð að gæta þess, að fara ekki of hratt af stað.

Í DV í dag birtist viðtal Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur við mig, en það tók hún sl. þriðjudag. Hún lætur þess einmitt getið, að það ráðist í dag, hvort ég verði endanlega útskrifaður.