11.4.2007 17:04

Miðvikudagur 11. 04. 07.

Bjarni Torfason, yfirlæknir á lungna- og hjartadeildinni, skar mig. Ætlunin var að hefjast handa síðdegis en aðstæður breyttust og klukkan var 11.45, þegar ég sofnaði á skurðarborðinu og síðan vaknaði ég á gjörgæsludeild klukkan 16.00 og var farinn þaðan rétt fyrir vaktaskipti kl. 23.00. Bjarni var ánægður með árangurinn en hann fór í gegnum bringubeinið, þannig að skurðurinn líkist þeim, sem gerðir eru á hjartasjúklingum.