25.3.2007 19:01

Sunnudagur, 25. 03. 07.

Þegar ég kannaði í morgun, hvort ég gæti fengið símann og tölvuna tengda hjá mér í Fljótshlíðinni, var svarið á þann veg hjá Símanum, að málið væri hjá fjarskiptasviði Símans, og skildist mér að þar sinntu menn ekki slíkum erindum um helgar.