24.3.2007 18:55

Laugardagur, 24. 03. 07.

Ók frá Höfðabrekku í Fljótshlíðina, en þar voru síminn og tölvan sambandslaus. Þrátt fyrir samtöl við Securitas og Símann, var ógjörningur að fá sambandið í lag og enginn viðgerðarmaður var sendur á vettvang. Svar Símans var á þann veg, að verið væri að mæla út bilunina, en við blasti, að hún stafaði af því að á við bæinn sleit strenginn.