14.3.2007 20:53

Miðvikudagur, 14. 03. 07.

Klukkan 14.00 var ég í ráðstefnusal Þjóðminjasafns, þar sem ég flutti ræðu á málþingi safnaráðs um rafrænan aðgang að menningar- og náttúrminjum. Mér þótti forvitnilegt að kynnast á ný stöðu þessara mála af mörgum góðum erindum, sem voru flutt á málþinginu. Enn er mikið verk óunnið, þótt margt hafi áunnist.

Klukkan 17.20 ræddu þeir félagar Kristófer og Þorgeir á Bylgjunni við mig um aðgerðir lögreglumanna og tollvarða á Suðurnesjum um síðustu helgi gegn fíkniefnasölum og samstarfsmönnum þeirra. Ég sagði, að í þessari aðgerð hefði nýst breytingin á skipan lögreglumála um síðustu áramót, með því að koma á fót öflugu lögregluliði á Suðurnesjum, efla greinigarstarf lögreglu og stórefla sérsveit lögreglunna.