12.3.2007 22:30

Mánudagur, 12. 03. 07.

Evrópunefnd hélt 43. fund sinn, lokafund, í hádeginu í dag. Við gengum frá skýrslu nefndarinnar og er ætlunin að kynna hana á morgun. Starf nefndarinnar var unnið í góðri sátt og er ég viss um, að allir nefndarmenn telja sig koma nokkru fróðari um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu frá þessari miklu vinnu.