16.2.2007 20:30

Föstudagur, 16. 02. 07.

Rétt fyrir klukkan 12.00 var ég á skurðstofudeildinni hér á LSH og Tómas Guðbjartsson læknir með aðstoð frábærs samstarfsfólks sprautaði talkúmi inn í hægra brjóstholið. Þegar drenið var aftur tengt, hafði loftlekinn stöðvast og hef ég ekki orðið hans var síðan. Læknirinn er ánægður með niðurstöðuna, eins og við öll, sem höfum fylgst með framvindu mála síðustu daga. Nokkur sársauki fylgdi aðgerðinni en hann skiptir litlu, ef ég er nú kominn á beinu brautina til bata.