15.2.2007 21:21

Fimmtudagur, 15. 02. 07.

Nú reynir á læknislistina á morgun, því að tölfræði sýnir, að ólíklegt sé eftir jafn marga daga og ég hef verið hér í lofttæmingu á LSH, að lunga lokist af sjálfu sér.

Mér hefur gefist tími til að hlusta á Hollendinginn fljúgandi, Lohengrin og Tristan og Isolde eftir Wagner síðustu daga. Líklegt, að Parsifal bætist í sarpinn, áður en ég kemst heim. Þetta er ekki ónýt viðbót við að ná fullri heilsu.