8.2.2007 19:35

Fimmtudagur, 08. 02. 07.

Ég þakka öllum, sem hafa sent mér kveðjur í tölvupósti eða á annan hátt vegna veikinda minna. Af öllum sólarmerkjum að dæma ætlar að taka nokkurn tíma fyrir sárið á lunganu að gróa, svo að gatið á því lokist. Í því efni dugar þolinmæðin best til að  líkaminn beiti eigin ráðum til að ná bata.

Tölvan og nettengingin gera mér kleift að fylgjast með því, sem er að gerast og bregðast við erindum auk þess að stytta mér stundir.