Sunnudagur, 04. 02. 07.
Vaknaði með mikið tak um miðja nótt og átti þungt um andadrátt en gat jafnað hann og hvílst til morguns. Hafði á orði við Rut, að kannski hefði hægra lungað fallið saman, en þótti það þó næsta fjarstæðukennt.
Var ekki alveg eins og ég á að mér að vera en síðdegis ókum við úr Fljótshlíðinni í fallegu vetrarverði.