2.2.2007 22:27

Föstudagur, 02. 02. 07.

Daniel Hannan er íhaldsþingmaður frá Bretlandi á Evrópusambandsþinginu. Ef ég man rétt hefur hann komið hingað til lands til að skýra andstöðu sína við Evrópusambandið (ESB). Hann sendi frá sér tölvubréf, þar sem hann lýsir afstöðu sinni til ýmissa mála.

Í dag barst frá honum slíkt bréf, þar sem hann lýsir því, hve illa árar fyrir evrunni. Hann minnir á skoðanakönnun í The Financial Times í vikunni, sem sýnir að alls staðar í evru-landi vex áhugi fólks á að fá aftur gömlu myntina í sína. Hann segir, að þessi skoðun komi ekki aðeins fram í könnunum heldur á annan hátt og bætir við:

„Millions are simply opting out. A chunk of Bavaria is issuing its own money, while shops from Italy to the Netherlands have started to accept their former currencies, to the delight of their customers. Suddenly, the question is not who will be the next to join, but who will be the first to leave. In anticipation of a collapse, Germans are being advised to hang on to euro notes beginning with serial number “X” (which, apparently, indicates that they’re issued in Germany) and to ditch those beginning with “S” (issued in Italy).

Amazing how quickly something can go from being inevitable to being unthinkable. Eight years ago, most commentators assumed that the three recalcitrants – Britain, Sweden and Denmark – would have to join sooner or later. But guess which of the then 15 EU states have since enjoyed the highest growth rates? That’s right: Britain, Sweden and Denmark. As the Americans say, go figure.“

Ég hef áður vakið máls á þessari þróun, þótt ég hafi ekki fyrr en þarna séð, að í Bæjaralandi séu menn að gefa út eigin mynt eða unnt sé að kaupa með lírum á Ítalíu eða gyllinum í Hollandi. Hitt blasir einnig við öllum, að Bretum, Dönum og jafnvel Svíum vegnar efnahagslega betur en evru-þjóðunum, svo að ekki sé minnst á Ísland, Noreg og Sviss, þar sem hagvöxtur er meiri og öruggari en í evru-löndunum og raunar ESB-löndunum almennt.

Göran Persson, þáverandi forsætisráðherra Svía, barðist eindregið fyrir upptöku evrunnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Svíþjóð og taldi allt efnahagslíf landsins geta orðið fyrir svöðusári, ef þjóðin samþykkti ekki upptöku evrunnar. Nokkru eftir að Svíar höfðu hafnað evru-aðild, var Persson spurður á blaðamannafundi, hvers vegna efnahagurinn hefði ekki farið á hliðina eins og hann hefði spáð í evru-kosningunum. Nú, sagði ég það, svaraði Göran Presson, og hló við um leið og sagði: Ég man bara ekki eftir því, hvaða vilteysa er þetta.