23.1.2007 21:54

Þriðjudagur, 23. 01. 07.

Klukkan 08.20 var ég í stofu 205 í Lögbergi við Háskóla Íslands og ræddi í tæpan kukkutíma við nemendur í námskeiði hjá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um fjölmiðla.

Klukkan 11.30 var ég í Marorku að Borgartúni 20 og ritaði undir samning um orkustjórnunarkerfi í nýja varðskipið, sem er í smíðum í Chile.

Þingfundur hófst 13.30 og þá átti að hefjast atkvæðagreiðsla um frumvarpið um RÚV ohf. Stjórnarandstaðan tók enn eina syrpuna og lauk ekki atkvæðagreiðslunni fyrr en klukkan 15.00. Þá hófst umræða utan dagskrár um auglýsingar um spilavíti á netinu. Ögmundur Jónasson var upphafsmaður en ég svaraði.

Klukkan 17.30 ræddu þeir félagar Þorgeir og Kristófer á Bylgjunni við mig um tálbeitur og barnaníðinga í beinni útsendingu í síma.