3.1.2007 10:52

Miðvikudagur, 03. 01. 07.

Um áramótin fluttist yfirstjórn lögreglumála á Keflavíkurflugvelli frá utanríkisráðuneyti til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á grundvelli laganna um nýskipan lögreglumála og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli varð lögreglustjóri á Suðurnesjum og stýrir nú öðru stærsta lögregluembætti landsins í umboði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra. Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, kom til fundar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í dag og ræddum við ýmis mikilvæg fjárhags- og framkvæmdaatriði vegna þessarar breytingar.

Þegar lesið er um söknuð Slóvena yfir að missa mynt sína tolarinn nú um áramótin og fá evruna í staðinn, hljómar það eins og öfugmælavísa að hlusta á allt talið hér um þessar mundi um, að krónan hafi gengið sér til húðar og að því hljóti að koma, að evran komi í stað hennar.

Fyrirsögn The New York Times á fréttinni í dag um upptöku evru í Slóveníu var á þessa leið: Euro-Wary Slovenians Already Miss Their Tolar. Í fréttinni segir, að Slóvenar séu eina nýja aðildarþjóðin, sem hafi ákveðið að taka upp evru, helmingur hinna hafi hætt við það á síðustu sex mánuðum og þær þjóðir hafi ekki tilkynnt um nýjar dagsetningar. Þjóðirnar hafi ekki viljað beygja sig undir ósveigjanlegar evru-reglurnar og afsala sér því sjálfstæði, sem eigin gjaldmiðill veitir.

The New York Times segir, að almenningi á Ítalíu, í Frakklandi og Hollandi sé nóg boðið vegna verðhækkana eftir innreið evrunnar.

Nýleg könnun þýska vikuritsins Stern og RTL sjónvarpsstöðvarinnar sýnir, að 58% þeirra Þjóðverja, sem spurðir voru, vildu frekar búa við deutsche mark en evru.

Í The New York Times segir meðal annars:

„Robin Shepherd, who is a trans-Atlantic fellow of the German Marshall Fund of the United States and is based in Bratislava, said the euro had provided no obvious economic benefits to the 12 countries that use it. By contrast, in Britain, which has clung fiercely to the pound, the economy has outperformed that of the euro zone in five of the seven full years of the euro’s existence. (The euro was introduced as an accounting currency in 1999, with coins and notes first distributed in 2002.)

Other critics of the euro add that the euro zone’s one-size-fits-all monetary policy has proved too inflexible for countries growing at different speeds, while the euro has not managed to challenge the dollar as the world’s reserve currency, though it is making gains and rose about 11 percent against the dollar in 2006.

The euro’s defenders retort that the single currency has had the psychological effect of binding together the Continent, easing cross-border purchases for consumers and reducing the cost of transactions. They contend that the strict criteria for joining the euro club have motivated countries to strive for smaller budget deficits and lower inflation rates.“

Talið um að kasta krónunni fyrir róða og taka upp evru hefur að sjálfsögðu margar hliðar, ein þeirra er sú, að íbúar evrulands telja sig almennt ekki betur setta með hana en gamla gjaldmiðilinn, þótt þægilegt kunni að vera að fara úr einu landi í annað og geta notað sama gjaldmiðilinn.