1.12.2006 19:47

Föstudagur, 01. 12. 06.

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu mína um, að við fjármálaráðherra hefðum heimild til að ganga til samninga við Asmar skipasmíðastöðina í Chile um smíði ný 4.000 lesta varðskips fyrir tæpa 3 milljarði króna og verður skipið tilbúið um mitt ár 2009, ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Í dag eru einnig tímamót að því leyti, að ég hef gengið til samstarfs við blog.is á mbl.is um tengingu síðu minnar inn í blogg-umhverfið, án þess að ég hverfi frá síðunni bjorn.is. Þetta er brautryðjenda samstarf á milli mín og mbl.is og verður gaman að sjá, hvernig það heppnast. Ég hef ekki nægilega tækniþekkingu til að lýsa einstökum tækniþáttum þessa samstarfs. Ég þarf ekki að breyta neinum vinnubrögðum við síðu mína, held póstlistanum og öllum öðrum þáttum óbreyttum - ég lít sem sagt á þetta sem skemmtilega viðbót við þjónustuna, sem ég vil veita netverjum. Slóðin mín á mbl.is er:http://bjorn.blog.is - en eins og ég segi er nákvæmlega sama efni þar og hér og útlitið einnig hið sama nema mbl.is bætir við auglýsingum.