28.11.2006 22:13

Þriðjudagur, 28. 11. 06.

Ég flutti ræðu mína á ráðherrafundinum fyrir hádegi. Hélt af stað út á flugvöll í niðaþoku um klukkan 16.00. Héldum við að kannski væri ekki hægt að fljúga í þessu dimmviðri, en það reyndist ekki rétt. Air France vélin lagði af stað á nákvæmlega réttum tíma kl. 17.50 og sömu sögu var að segja Icelandair vélina frá Kastrup klukkan 20. 10 og lentum við klukkan 22.20.