27.11.2006 22:10

Mánudagur, 27. 11. 06.

Ráðherrafundur Pompidou-hópsins hófst með hádegisverði í veitingastað í Evrópuhöllinni, aðsetri Evrópuráðsins. Það var gaman að koma þangað aftur en ég sótti reglulega fundi á þessum stað á fyrsta kjörtímabili mínu á þingi. Þótti mér alltaf gaman að koma til Strassborgar. Ég gat fyrir hádegisverðinn gengið um miðborgina og skoðað jólamarkaðinn mikla, sem sagt er að 2 milljónir manna heimsæki.

Fundurinn var einnig á gamalkunnum stað, það er þingsal Evrópuráðsins.