21.11.2006 22:04

Þriðjudagur 21. 11. 06.

Þingfundur í dag hófst á umræðum um flóð vegna frosta, sem varð í mannlausum íbúðarhúsum í Keflavíkurstöðinni, en ekkert eftirlit var með þeim innan dyra og sprungu vatnsleiðslur í frostum síðustu daga. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra baðst afsökunar á óhappinu en húsin eru enn á forræði utanríkisráðuneytisins og lyklavöld í höndum flugmálastjórnar á vellinum.