8.11.2006 17:38

Miðvikudagur, 08. 11. 06.

Flaug klukkan 08.15 frá Kaupmannahöfn til Billund á Jótlandi og ók þaðan í rúman klukkutíma í áttina að Horsens, þar sem ég heimsótti nýtt fangelsi, Statsfængslet Östjylland, og skoðaði það undir leiðsögn Jörgens Bangs, forstöðumanns fangelsins, og Annette Esdorf, aðstoðar-fangelsismálastjóra Danmerkur.

Flaug til baka til Kaupmannahafna kl. 15.35 og síðan til Keflavíkur. Valtýr Sigurðsson, fangelsismálastjóri, og Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, voru einnig í þessari skoðunarferð. Var hún liður í undirbúningi undir smíði nýs fangelsins hér hjá okkur en Danir hafa þar veitt ómetanlegan ráðgjöf.