29.10.2006 19:53

Sunnudagur, 29. 10. 06.

Var klukkan rúmlega 13.00 á Garðatorgi, þar sem Bjarni Benediktsson var að opna prófkjörsskrifstofu með þátttöku fjölda manns. Sigríður Anna Þórðardóttir, Ólafur G. Einarsson og Gunnar I. Birgisson fluttu ávörp auk frambjóðandans.

Ég hef ekki rætt við neina ljósvakamiðla í dag og vísað þeim á færslu hér á vefsíðu minni um úrslitin í prófkjörinu. Úrslitin eru skýr og ótvíræð og af minni hálfu ekkert meira um þau að segja.