27.10.2006 23:19

Föstudagur, 27. 10. 06.

Við Rut vorum í Valhöll um kl. 14.30 til að kjósa í prófkjörinu. Biðu sjónvarpsmenn okkar og voru forvitnir um mat á baráttunni og úrslitunum.

Fjöldi manns kom á kosningaskrifstofuna en rúmlega 18.00 fór ég í Kringluna, þar sem var verið opna Apple-verslun.

Klukkan 20.00 fórum við í Hallgrímskirkju og vorum við Hallgrímsmessu, þar sem herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikaði en jafnframt var 20 ára vígsluafmælis kirkjunnar minnst.