13.10.2006 13:12

Föstudagur 13. 10. 06.

Funduðum fyrir hádegi um niðurstöður Washington-viðræðnanna og ákváðum tengiliði um frekara samstarf.

Ég komst kl. 12. 30 í bókaverslun, þar sem James Baker, fyrrverandi ráðherra og starfsmannastjóri í Hvíta húsinu, kynnti nýja bók sína og áritaði hana.

Héldum af stað akandi frá Washington rúmlega 17.00. Icelandair vélin fór af stað á áætlun klukkan 20.45 og við lentum í Keflavík klukkan 06.00.