9.10.2006 22:43

Mánudagur, 09. 10. 06.

Klukkan 10.30 var haldinn fundur í þingflokki sjálfstæðismanna þar sem Geir H. Haarde og Árni Mathiesen kynntu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lækkun á matvöruverði um 16% - mjög mikilvæga pólitíska ákvörðun, sem mun bæta hag allra landsmanna.

Klukkan 15.45 tók ég þátt í umræðum utan dagskrár á alþingi um mögulega leyniþjónustustarfsemi á vegum ríkisins og hér má lesa ræðu mína.