8.10.2006 23:36

Sunnudagur, 08. 10. 06.

Ég opnaði kosningaskrifstofu mína klukkan 15.00 og komu hátt á sjötta hundrað manns þangað á skömmum tíma. Var mjög gleðilegt að hitta þennan breiða hóp góðra stuðningsmanna.

Á leið minni á skrifstofu mína leit ég inn hjá Birgi Ármannssyni, sem einnig var að opna kosningaskrifstofu.

Klukkan 20. 30 var ég í Listasafni Íslands, þar sem Kammersveit Reykjavíkur flutti nútímatónlist.