6.10.2006 19:51

Föstudagur, 06. 10. 06.

Fór klukkan 14.00 um borð í varðskipið Tý sem var að koma úr endursmíði í Póllandi.

Ummæli Elísabetar Jökulsdóttur og Steingríms Ólafssonar, sem bæði eru andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, um mig vegna prófkjörsins hjá okkur sjálfstæðismönnum í Kastljósi voru vægast sagt óvinsamleg. Þeim er greinilega ekki kappsmál, að ég fái þar framgang. Ég leyfi mér einnig að efast um, að þau vilji Sjálfstæðisflokknum vel í komandi þingkosningum. Líking Steingríms var furðuleg, þegar hann ræddi um mig sem ritvél - ég hef ekki notað það tæki í tuttugu ár.

Carl Bildt er orðinn utanríkisráðherra Svíþjóðar, þvert ofan í það sem ýmsir spáðu kosningnóttina. Í stjórnmálum veit enginn æfi sína fyrr en öll er. Hann skrifaði þetta á vefsíðu sína vegna brottfarar varnarliðsins héðan á dögunum http://bildt.blogspot.com/2006/10/keflavik-moves-on.html