Föstudagur, 29. 09. 06.
Í dag hófust reglulegir föstudagsfundir ríkisstjórnarinnar en þeir falla niður yfir sumartímann.
Klukkan 13. 30 var ég í Borgarleikhúsinu, þar sem Síminn fagnaði 100 ára afmæli sínu með hátíðarfundi, sem Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, stjórnaði. Ræðumenn voru Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, Andrew Zolli, framtíðarfræðingur, og Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, sem flutti erindi um hlutverk leiðtogans. Síðan var mikil afmælishátíð í Laugardalshöll.