23.9.2006 21:40

Laugardagur, 23. 09. 06.

Um klukkan 19.00 fékk ég sunnudags Morgunblaðið með viðtali við mig um Þingvelli og forsíðufrétt, þar sem sagt er frá því framtaki okkar Þingvallanefndarmanna að leita álits almennings á hugmynd um nýja brú yfir Öxará við Drekkingarhyl.

Með því að fara inn á vefsíðuna thingvellir.is er unnt að skoða mynd af nýju brúnni og einnig segja álit sitt. Það verður að spennandi á fylgjast með því, hvort þetta veki áhuga almennings og umræður, sem verði Þingvallanefnd til leiðbeiningar við ákvörðun sína.

Í gær kynnti ég þau áform dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að leita álits og umsagna um tillögur réttarfarsnefndar um frumvarp til laga um meðferð sakamála. Það verður einnig forvitnilegt að sjá, hve margir bregðast við því kalli.

Notkun netsins til lifandi samskipta af þessu tagi eru ekki nægilega mikil að mínu mati, kannski virkar það ekki eins vel í þessu efni og auðvelt er að nota.