21.9.2006 22:05

Fimmtudagur, 21. 09. 06.

Nýtt hefti Þjóðmála kom út í dag með fróðlegri grein eftir dr. Þór Whitehead um öryggisþjónustu lögreglunnar frá þriðja áratugnum fram á kalda stríðið.

Útgáfa Þjóðmála undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar hefur heppnast vel og hvert hefti vekur verðskuldaða athygli fyrir það efni, sem þar er að finna.