19.9.2006 19:32

Þriðjudagur, 19. 09. 06.

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðismanna í Reykjavík, boðaði til fundar kl. 17. 30 í Valhöll, þar sem ákveðið var einróma, að efnt yrði til prófkjörs vegna þingkosninganna 27. og 28. október.

Í morgun birtist frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu um, að Guðlaugur Þór Þórðarson stefndi að 2. sæti í prófkjörinu, hinu sama og ég hef nefnt.

Á fulltrúaráðsfundinum lýsti Sólveig Pétursdóttir yfir því, að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér. Hvatti hún til þess, að öflugar konur byðu sig fram í prófkjörinu.