14.9.2006 23:40

Fimmtudagur, 14. 09.06.

Var klukkan 17.00 í Norræna húsinu og hlustaði á Pál Skúlason, prófessor og fyrrverandi rektor, flytja erindi á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals í tilefni af 120 ára afmæli Sigurðar. Páli mæltist vel fyrir fullu húsi. Menning og markaðshyggja var viðfangsefni hans og hlutverk stjórnmálanna að sameina hvoru tveggja.

Það gladdi mig sérstaklega hve ákveðið Páll tók undir kröfu mína um friðun svæðisins við Öskjuhlíð vestanverða, þar sem Háskólinn í Reykjavík vill fá aðsetur. Hann var sama sinnis og ég, að ákvörðun um þessa aðför að Öskjuhlíðiinni væri illa ígrunduö.