1.9.2006 12:41

Föstudagur, 01. 09. 06.

Hitti Helga Seljan, fréttamann á NFS, heima hjá mér klukkan rúmlega 14.00 og tókum við upp samtal hans við mig til útsendingar sunnudaginn 3. september. Helgi sagði mér, að þetta væri líklega síðasta samtal hans fyrir þennan þátt, þar sem hann hefði þennan sama dag ákveðið að hætta á NFS og fara til starfa hjá Katljósi.

Við komum víða við í samtali okkar og stóð það í um 50 mínútur, en ég veit ekki, hvað Helgi hefur rúman tíma.