24.8.2006 20:52

Fimmtudagur, 24. 08. 06.

Var í hádeginu í Ársal Hótel Sögu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar, þar sem ég flutti ræðu um varnarmálin. Lagði ég áherslu á hlut okkar Íslendinga sjálfra í öryggismálum en mér finnst hann gjarnan gleymast í umræðunum um varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn.

Hitti Anne-Francoise Hivert blaðakonu frá franska dagblaðinu Liberation, sem er hér til þess meðal annars að skrifa um öyggismálin. Hún virðist vel að sér um það, sem hér er efst á baugi.

Fyrr í sumar hitti ég blaðamann frá Le Monde, sem hingað kom. Virðast franskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á þeim þáttaskilum, sem eru að verða í samskiptum okkar og Bandaríkjanna. Ég hef ekki orðið var við neinn sambærilegan áhuga hjá bandarískum fjölmiðlum.