11.8.2006 16:10

Föstudagur, 11. 08. 06.

Klukkan 17.00 vorum við í Festspielhaus í Bayreuth og fórum þar með þeim hjónum Selmu Guðmundsdóttur og Árna Tómasi Ragnarssyni og fleiri vinum og hittum Wolfgang Wagner og konu hans Gudrun fyrir sýningu á Rínargullinu en þau hjón stjórna starfinu í Festspielhaus og hafa í mörg ár verið í vinahópi Árna Tómasar og Selmu. Wolfgang þurfti að hverfa af braut eftir um 20 mínútur til að taka á móti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem var að koma á sýninguna, sem hófst klukkan 18.00.